fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ég er ekki ráðvillt vélasamstæða

Æji fjandinn má naga þessi próf eins og hann nagar Júdas.
Ég ætlaði í tölvubann til að einbeita mér að prófunum. Það gekk líka ágætlega þangað til ég var sett í það verkefni að skrá mig rafrænt í tónlistarskóla. Það er allt á móti mér. Ég er líka orðin hundleið á þessu ljóði sem engin virðist fatta og tek til greina allar tillögur um titlaþema.
Titlaþema er hlægilegt orð.

Einnig langar mig að blása lífi í athugasemdakerfið og stofna til rökræðna. Umræðuefnið er: Var Arinbjörn kóngasleikja or what?

mánudagur, apríl 25, 2005

Mais voilà l’oiseau-lyre

Bless í bili kæra blogg, sjáumst eftir prófin.

sunnudagur, apríl 24, 2005

huit et huit font seize.

Ég fór út að hlaupa í dag sem er ekki frásögurfærandi nema fyrir það að þegar ég hljóp eftir malarstíg við Grafarvoginn stökk fuglaskoðari upp úr kjarinu með myndavélarferlíki um hálsinn. Mér brá svo að ég datt og hentist niður brekkuna langleiðina að sjónum. Skemmtileg tilbreyting á sunnudegi, verð ég að segja.

quatre et quatre huit

oh ohhohohoho. ég hlakka svo til

miðvikudagur, apríl 20, 2005

deux et deux quatre

nú. núna. Nú sit ég við tölvu móður minnar sem er staðsett að Ármúla eytt. Það jákvæða sem gerðist í dag var að það var sól og það var gaman að horfa á 6. bekkinga dimmitera. En það var líka ósköp sorglegt. Það neikvæða er að mér hefur ekki enn tekist að skrifa skáldsögu á þetta blogg ennþá. Ég geri það samt einhverntíman. Ég er frestmeistarinn. Ég fresta, en ég geri. Eitt sem ég hef frestað í mörg, mörg ár að gera er kakkafónía. Ég ætti ef til vill að fara að einbeita mér að því. Frekar en prófunum. Jájá.

laugardagur, apríl 16, 2005

Répétez! dit le maître.

Grímuballið var skemmtilegt. Sérstaklega fyrir, í Sigrúnarpartíi og eftir í Selectpartíi. Það eina sem setti blett á kvöldið var að mér tókst að týna 16 ára gamalli rússa húfu föður míns. Dagurinn eftir var því ekkert sérstaklega spennandi. Ég eyddi dágóðum tíma af lífi mínu í að þræða Vesturbæinn og hluta Kópavogs í leit að þessari húfu/hatti, ég hef aldrei komist að því hvort þetta er. Pabbi var ekkert sár eða reiður en hann langaði samt sem áður að reyna að finna húfuna/hattinn aftur. Það er svo sem ekkert skrítið. Þessi húfa hefur gegnum árin orðið einhvers konar einkenni hans, eitthvað sem fylgir honum alltaf líkt og uglan Aþenu.

Í gær, fimmtudag, fór ég á hátíðartónleika MR sem voru dásamlegir. Það var frábært hvað fjölbreytnin var mikil og hæfileikarnir einnig. Þvílík tónlistargáfa sem þetta fólk hefur. Ég þakka fyrir mig.
Eftir tónleikana var mér boðið inn í Tónlistarskólann í Reykjavík en þangað inn hef ég aldrei stigið fæti áður. Áhugavert, verð ég að segja. Hmm.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

huit et huit font seize

Hlutir sem ég sé eftir að hafa ekki gert í vetur:

Keyrt út fyrir bæinn í heiðskýru frostveðri og horf á alvöru norðuljós.
Festst í snjóskafli
Komið upp eðlilegum svefnvenjum.
Lært rússnesku.
Búið til stuttmynd.
Borðað bragðaref.
Prófað skammdegisþunglyndi.
Lært óreglulegar danskar sagnir.
Keypt Nilfisk ryksugupoka.
og fleira og fleira.

Hlutir sem ég er ánægð með að hafa ekki gert í vetur:

Farið í brjóstastækkun.
Orðið tölvufíkill.
Dansað magadans.
Borðað eggaldin.
Keyrt á. (alvarlega)
Sleikt búðarborð.
Farið í Monopoly.
og fleira og meira.



Nilfisk ryksugupokar.

mánudagur, apríl 11, 2005

quatre et quatre huit

Eftir bæði miklar vanga- og bílveltur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að You Only Live Twice er besta Bondlagið.

föstudagur, apríl 08, 2005

deux et deux quatre

Ein af góðum uppgötvunum dagsins er að ég gæti klárað Tjarnarhringinn á helmingi styttri tíma ef ég hefði eitthvað gult á hjólum fyrir augunum allan tíman.
Ein af vondu uppgötvunum dagsins er að ég hugsa alveg óskaplega hægt. Það er vonandi hægt að laga það með einhverju gulu á hjólum. Ég ætla allavega að reyna.
Ein af góðum enduruppgötvunum dagsins er að jógúrtís er góður.
Ein af vondu enduruppgötvunum dagsins er að ég hef ekki vanið mig af því að bíða með allt fram á síðustu stundu og er því að gera frönskuverkefni klukkan 20:20 á föstudagskvöldi.
Besta uppgötvun gærdagsins er að Frakkland er enn æðislegra en ég hélt.
Það var engin versta uppgötvun gærdagsins.
Líf mitt er svo gott að það jaðrar við að vera sorglegt.