þriðjudagur, júní 13, 2006

Hver var eiginlega tilgangurinn með þessum kosningum fyrst að flokknum sem gekk einna verst fær jafn mikið vald og raun ber vitni?

6 Comments:

Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Já það er nú svona með tilgang já, hann er oft vandfundinn.

12:04 e.h.  
Blogger Sandra said...

æj... spillt...

12:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Björn Ingi var enn og aftur að sanna það að stjórnmál eru rotin og slímug; við ættum því að gerast anarkistar í staðinn! Já, eða harðir frjálshyggjumenn og losa okkur við ríkið og einkavæða sálina í okkur.

Ég verð alltaf ánægðari og ánægðari með auða atkvæðið.

9:09 f.h.  
Blogger Kristján Hrannar said...

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði öll tögl og hagldir þegar kosningunum lauk átti hann ekki um margt að velja. Það var snjallt hjá Vilhjálmi að ræða strax við Frjálslynda til að koma í veg fyrir að þeir tækju þátt í meirihlutaumræðu við Samfylkinguna og Vinstri græna en spurning hvort að kjósendur séu að fíla svoleiðis refskákir.

Samfylkingin heldur samt áfram að ítreka það að hún geti ekki unnið með Sjálfstæðisflokknum sem er alltaf ákveðinn veikleiki og ástæðan fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-grænur hófu ekki meirihlutasamræður var hinn rykfallni marxisti Ögmundur Jónasson.

En þrátt fyrir þetta allt saman er gjörsamlega fáránlegt að borgarráðin og nefndir skiptist jafnt á milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa einfaldlega ekkert umboð frá kjósendum til þess, og þeir munu ábyggilega gjalda fyrir það í næstu borgarstjórnar- eða alþingiskosningum.

12:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

What a great site Ativan overdosage

3:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

What a great site dvd power player health insurance Gay in a pool diazepam Video poker slot machines free casino game Interior design birmingham

12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home