föstudagur, júní 23, 2006

vinnan mín

Ég mætti í vinnunna klukkan 07.59.43 sem er allt of seint því ég á að mæta korter í átta. Við vorum bara þrjú í dag, ég, Ingunn flokkstjórinn minn og Guðmundur sem er venjulega á Nesjavöllum en kom í heimsókn í dag til að hjálpa okkur. Við byrjuðum á hefðbundnu morgunverðarhléi en fórum síðan inn í stöðina og settum stillansinn saman til þess að geta þrifið loftræstirörin. Síðan byrjaði Ingunn að spúla pípurnar niðri við gólfið með slöngu en ég og Gummi fórum upp í stillansinn. Allt í einu heyrðum við hvell og öskur en sáum eld og bakið á Ingunni. Við stukkum af stillansanum og hlupum út á eftir henni. Við stóðum skelkuð úti en létum vita hvað hafði gerst. Ingunn hafði víst sprautað vatni yfir rafmótor. Eins gáfulega og það nú hljómar vissum við ekki að þetta væri rafmótor. Um það bil sex Orkuveitukarlar söfnuðust saman og sögðu okkur að þetta væru í lagi og að svona slys gætu alltaf gerst. Síðan hlógu þeir mikið að okkur og sögðu okkur að fara og fá okkur ís. Aðal málið var víst að Ingunn hefði getað meiðst, ekki að rafmótorinn hefði eyðilagst. Hver setur líka rafmótor á hlið á mitt gólf í dælustöð? Ég bara spyr.
Í hádegishléinu fór ég í sólbað upp á þaki í appelsínugulum pollagalla með hettuna á hausnum. Það var gott og hlýtt því vindurinn var kaldur.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Hver var eiginlega tilgangurinn með þessum kosningum fyrst að flokknum sem gekk einna verst fær jafn mikið vald og raun ber vitni?

fimmtudagur, júní 08, 2006

Ekki er öll vitleysan eins.

Í dag þreif ég mikið af pípum í vinnunni. En það var ekki fyrr en eftir að ég hafði borðað, sofið, borðað aftur, farið út á bensínstöð og fengið mér nammi og farið í Kringluna...á launum.

Mamma stóð úti á svölum áðan og æpti á mig eins og klikkuð kona að koma undir eins. Ég var auðvitað allsnakin inni á baðherbergi og rétt náði að grípa um mig handklæði og fór á því einu saman út á svalir. Þá benti mamma mér á selshöfuð sem rétt glitti í áður en það hvarf alveg ofan í sjóinn. Eftir að selurinn var farinn tók ég eftir nokkrum strákagemlingum sem hlógu að mér. Mér finnst ekki fallegt að hlæja hálfnöktu fólki.


Ekki er öll vitleysan eins.

Í dag þreif ég mikið af pípum í vinnunni. En það var ekki fyrr en eftir að ég hafði borðað, sofið, borðað aftur, farið út á bensínstöð og fengið mér nammi og farið í Kringluna...á launum.

Mamma stóð út á svölum áðan og æpti á mig eins og klikkuð kona að koma undir eins. Ég var auðvitað allsnakin inni á baðherbergi og rétt náði að grípa um mig handklæði og fór á því einu saman út á svalir. Þá benti mamma mér á selshöfuð sem rétt glitti í áður en það hvarf alveg ofan í sjóinn. Eftir að selurinn var farinn tók ég eftir nokkrum strákagemlingum sem hlógu að mér. Mér finnst ekki fallegt að hlæja hálfnöktu fólki.