föstudagur, apríl 08, 2005

deux et deux quatre

Ein af góðum uppgötvunum dagsins er að ég gæti klárað Tjarnarhringinn á helmingi styttri tíma ef ég hefði eitthvað gult á hjólum fyrir augunum allan tíman.
Ein af vondu uppgötvunum dagsins er að ég hugsa alveg óskaplega hægt. Það er vonandi hægt að laga það með einhverju gulu á hjólum. Ég ætla allavega að reyna.
Ein af góðum enduruppgötvunum dagsins er að jógúrtís er góður.
Ein af vondu enduruppgötvunum dagsins er að ég hef ekki vanið mig af því að bíða með allt fram á síðustu stundu og er því að gera frönskuverkefni klukkan 20:20 á föstudagskvöldi.
Besta uppgötvun gærdagsins er að Frakkland er enn æðislegra en ég hélt.
Það var engin versta uppgötvun gærdagsins.
Líf mitt er svo gott að það jaðrar við að vera sorglegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home