sunnudagur, ágúst 27, 2006

Allt sem verður skrifað á þessa síðu í bæði náinni og fjarlægri framtíð gæti verið ég. En það þarf ekki að vera ég.
Það gæti verið eitthvað allt annað ég. Égið sem ég nota til að fela mig fyrir heiminum. Égið sem ég nota til að hvíla mig á mér. Égið sem ég nota til að fara í taugarnar á öðrum. Það geta verið fullt af égum sem eru í raun og veru ekki hið eiginlega ég. Ég veit samt sem áður ekki hvað af mér er hið eiginlega ég svo hvaða ég sem er gæti verið ég.
Niðurstaðan er: Enginn veit hver ég er, ég ekki heldur. Því gæti margt sem hér framvegis birtist (og hefur birst) verið ólíkt mér eða bara ótrulega líkt mér. Því enginn veit.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Spaklegt, forkunnarspaklegt.

Halla Oddný(a.k.a. Halim Al)

1:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En þú ert samt alveg viss um að hið eiginlega ég sé til?

11:32 e.h.  
Blogger bergþóra said...

jú það er ég viss um. annars væri ég ekki ég ;)

11:40 e.h.  
Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

En hvernig veistu að þú ert ég?

5:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home