fimmtudagur, júní 30, 2005

Banchi e Arredi B.A.R.

Kamma kemur heim í dag. Ég reyndi að fá einhvern til að vinna í staðinn fyrir mig til að ég kæmist út á flugvöll en allt kom fyrir ekki. Vegna mikils þrýstings frá Eddu reyndi ég líka að fá leyfi til að loka fyrr en það gekk heldur ekki upp. Ég má víst ekki missa af manninum sem kemur og kaupir af mér Freska á 195 krónur af því að hann vorkennir mér. Allavega. Ég ákvað þrátt fyrir vonbrigðin að halda upp á daginn og fékk mér kók á 195 krónur og borðaði tvö croissant með skinkumyrju í röð. Núna ætla ég að læðast aftan að safnverðinum og rífa Morgunblaðið af honum.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Hafnarborg er eilífðin

mánudagur, júní 20, 2005

blóðgulrót

haha. Nágrannakona mín situr úti á göngustígnum hér fyrir utan og er að reyna að kenna hundskröttunum sínum kúnstir fyrir einhverja keppni. Ég vona að þessi klekköðö kvikende sem hafa vakið mig upp frá værum blundi marga sunnudagsmorgna vinni ekkert. Ég vona að allar æfingarnar verði til einskis. Það væri gott á þá.

Félag fágaðra mæðra, fylktist niður að sjó

Það var mjög heitt í vinnunni í dag þannig að ég settist inn í kæli og fékk mér hrísköku og mjólk. Edda fíflaðist eins og venjulega og eins og venjulega lak kaffivélin og ég þurfti að leggjast á fjórar og sleikja það upp. Ég bætti smá mjólk við úr fötunni fyrir afgangs mjólk og svo krukku af súkkulaðispænum. Það var samt ekkert sérstaklega gott. Það var kaffikorgur í því og svona. Korkur kannski?
Umíhum. En í alvöru talað, þessi kaffivél lekur bara þegar ég þarf að þrífa hana.
Þá vitið þið það. Það er ekkert meira. Í alvöru.

miðvikudagur, júní 15, 2005

Stundum er bara ekki hægt að blogga, því lífið er svo gott.

sunnudagur, júní 12, 2005

tíðindalítið, tíðindalaust

Núna er ég að skrifa á þráðlaust lyklaborð. Ég er stödd nokkrum metrum frá tölvunni en samt er ég að skrifa á hana. Merkilegt alveg hreint.
Þessi dagur hefur hingað til verið ágætur. Til dæmis enduruppgötvaði ég gildi kennara þegar ég reyndi að læra grísku bara með bókinni einni. Það er svo sem hægt en það er ekkert sérlega auðvelt. Ég fletti í gegnum DV á tveimur mínútum og sprautaði fjalli af rjóma á diskinn hjá frekar...þybbinni lítilli stúlku.
Hafnarborg er alveg ágæt. Ef enginn kaupir Napóleonshattinn fyrir 3 ætla ég að borða hann.

mánudagur, júní 06, 2005

tilkynning

Þetta var örugglega skemmtilegasta Kaupmannahafnarferð sem ég hef farið í. Hún er líka mjög ofarlega í lista mínum yfir skemmtilegustu ferðir allra tíma.
Hins vegar var flugferðin heim og klukkutímarnir eftir ekki þeir skemmtilegustu en það endaði samt sem áður allt vel. Eftir svita, blóð, tár, hor og fleira er ég búin að ná stærðfræðiprófinu. (ég er 98% viss)
Nú ætla ég að taka til í herberginu mínu sem er búið að vera á hvolfi síðan í apríl.