fimmtudagur, apríl 14, 2005

huit et huit font seize

Hlutir sem ég sé eftir að hafa ekki gert í vetur:

Keyrt út fyrir bæinn í heiðskýru frostveðri og horf á alvöru norðuljós.
Festst í snjóskafli
Komið upp eðlilegum svefnvenjum.
Lært rússnesku.
Búið til stuttmynd.
Borðað bragðaref.
Prófað skammdegisþunglyndi.
Lært óreglulegar danskar sagnir.
Keypt Nilfisk ryksugupoka.
og fleira og fleira.

Hlutir sem ég er ánægð með að hafa ekki gert í vetur:

Farið í brjóstastækkun.
Orðið tölvufíkill.
Dansað magadans.
Borðað eggaldin.
Keyrt á. (alvarlega)
Sleikt búðarborð.
Farið í Monopoly.
og fleira og meira.



Nilfisk ryksugupokar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home