sunnudagur, apríl 30, 2006

he also placed far too much emphasis on the juvenile libdio.

Enska er ekki alslæm.
Leskaflarnir eru skemmtilegri núna en þeir voru fyrir jól.
Kannski af því það er bjartara.
Mér finnst "Dulce et ducorum est pro patria mori" besta enska ljóð vetrarins.
Í fjórða bekk var það "The Rhyme of the Ancient Mariner" þó við hefðum bara lesið hluta af því. Það var ansi magnað.
Jájá, enska er fín.

And I had done an hellish thing,
And it would work 'em woe :
For all averred, I had killed the bird
That made the breeze to blow.
Ah wretch ! said they, the bird to slay,
That made the breeze to blow !

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Eitthvað sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með íslenska byggingararfleið.

Það er magnað hve Antiques Roadshow (eða hvað sem það nú heitir) þátturinn á BBC verður áhugaverður þegar maður er veikur. Ég horfði líka á franskan spurningaþátt sem var fullkomlega óskiljanlegur. Þótt ótrúlegt sé var hann ekki óskiljanlegur tungumálslega séð heldur reglulega séð.
Ég hef ekki hlustað á eina únsu af tónlist þessa tvo veikindadaga mína sem verður að kallast met. Jú það er auðvitað tónlist í sjónvarpinu, en það telst ekki með. Ég er í skringilega góðu skapi miðað við að vera nýbúin að fatta hve óhugnlega mikið lesefni er fyrir íslenskuprófið. Svo er ég líka með stíflu sem ekki einu sinni Otrivin dugir á. Otrivin dugir á fíl með horstíflu, en ekki Bergþóru með horstíflu. Jú ég hef reyndar hlustað á systur mína æfa sig á píanóið. En ég réð engu í þeim efnum. Ekki skipaði ég henni að æfa sig á píanóið. Hún er reyndar að spila hið frábæra Golliwog's Cake-Walk eftir Debussy og spilar það nokkuð vel. Skrýtin tilfinning að vera hætt í píanóinu. Hún fer í taugarnar á mér.
Best að fara skrifa samtal á frönsku sem mun fjalla um allt mitt ráðaleysi gagnvart framtíðinni og hvort það eigi að vera skólabúningar í íslenskum grunnskólum.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

XXIV. kapítuli -Bergþóra byrjar að njóta lífsins-

Nokkrir dagar búnir af hinu langþráða páskafríi. Ég hef ákveðið að fá mér ekki páskaegg heldur Salmiakbalk. Mér finnst Salmiakbalk einfaldlega betra en súkkulaðið í páskaeggjum. Kannski fæ ég mér kúlusúkk, Salmiakbalk og appelsín, svona eins og um jólin. Kannski fæ ég mér Cadburrysegg, Salmiakbalk og kók til að prófa eitthvað nýtt. Og ef til vill, en bara ef til vill, fæ ég mér ekki Salmiakbalk heldur Djungevrål. Eða Heksehyl. Ég skal láta ykkur vita hvað verður úr þessu nammibralli.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Deiling.

Ég gæti ælt á skólabækurnar. Mig langaði bara svona að deila því með ykkur.

Páááskafrí. Páskafrí páskafrí páskafrí.