þriðjudagur, apríl 11, 2006

XXIV. kapítuli -Bergþóra byrjar að njóta lífsins-

Nokkrir dagar búnir af hinu langþráða páskafríi. Ég hef ákveðið að fá mér ekki páskaegg heldur Salmiakbalk. Mér finnst Salmiakbalk einfaldlega betra en súkkulaðið í páskaeggjum. Kannski fæ ég mér kúlusúkk, Salmiakbalk og appelsín, svona eins og um jólin. Kannski fæ ég mér Cadburrysegg, Salmiakbalk og kók til að prófa eitthvað nýtt. Og ef til vill, en bara ef til vill, fæ ég mér ekki Salmiakbalk heldur Djungevrål. Eða Heksehyl. Ég skal láta ykkur vita hvað verður úr þessu nammibralli.

2 Comments:

Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Blessað sælgætið.
Ég vildi samt að ég hefði fengið jarðarber en ekki páskaegg.
Ég er komin með óbragð í munninn af súkkulaði.

6:44 e.h.  
Blogger Kamma said...

Hvað fékkstu þér síðan?
HVAÐ VALDIRÐU????????

2:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home