þriðjudagur, apríl 25, 2006

Eitthvað sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með íslenska byggingararfleið.

Það er magnað hve Antiques Roadshow (eða hvað sem það nú heitir) þátturinn á BBC verður áhugaverður þegar maður er veikur. Ég horfði líka á franskan spurningaþátt sem var fullkomlega óskiljanlegur. Þótt ótrúlegt sé var hann ekki óskiljanlegur tungumálslega séð heldur reglulega séð.
Ég hef ekki hlustað á eina únsu af tónlist þessa tvo veikindadaga mína sem verður að kallast met. Jú það er auðvitað tónlist í sjónvarpinu, en það telst ekki með. Ég er í skringilega góðu skapi miðað við að vera nýbúin að fatta hve óhugnlega mikið lesefni er fyrir íslenskuprófið. Svo er ég líka með stíflu sem ekki einu sinni Otrivin dugir á. Otrivin dugir á fíl með horstíflu, en ekki Bergþóru með horstíflu. Jú ég hef reyndar hlustað á systur mína æfa sig á píanóið. En ég réð engu í þeim efnum. Ekki skipaði ég henni að æfa sig á píanóið. Hún er reyndar að spila hið frábæra Golliwog's Cake-Walk eftir Debussy og spilar það nokkuð vel. Skrýtin tilfinning að vera hætt í píanóinu. Hún fer í taugarnar á mér.
Best að fara skrifa samtal á frönsku sem mun fjalla um allt mitt ráðaleysi gagnvart framtíðinni og hvort það eigi að vera skólabúningar í íslenskum grunnskólum.

4 Comments:

Blogger sighvatsson said...

Sjiiiitt, íslenskuprófið, sjiiitt.

9:52 e.h.  
Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Ertu komin á einhver dýragarðslyf?
Þetta lýst mér ekkert á.

12:43 f.h.  
Blogger Þorsteinn said...

Það er dýrlegt!

Ég hélt að það væru dýrlegt en ekki dýrðlegt langt eftir aldri...

8:32 e.h.  
Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Mér skilst að báðir rithættir séu notaðir...held ég.
Ég hef samt alltaf aðhyllst dýrlegt.

7:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home