laugardagur, desember 31, 2005

njamm

Hallo
Thad er allt gott og allir eru anaegdir.
Eg er buin ad hafa thad ansi gott her fyrir utan ef til vill einn og halfan dag. Eg er buin ad fara nokkrum sinnum a strondina og strondin er frabaer. Oldurnar eru frabaerar og thaer adrenalinbad fyrir jafn litt reynda manneskju og mig. Eg er buin ad fara i AQWA eda Underwaterworld og sja hakarla og skjaldbokur og risaskotur og raekjur og fiska og humar og fleira. Eg er lika buin ad fara Cohunu Wildlife Park. Thar helt eg a koalabirni, la vid hlidina a kenguru, var eg naestum drepin af gaesum, sa albinoa pafugl, eignadist dadyrs-vin og marg margt margt fleira. Eg er buin ad spila sma tennis, fa ogedslega aelupest, horfa tvisvar sinnum a Pride and Prejudice BBC thattarodina og einu sinni a biomyndina fra 1940 (thad er buid ad gera mikid grin ad mer), eg er buin ad fara i budir og her er allt yndislega odyrt en ansi thunnt eins og vid ma buast. Vedrid hefur verid mjog milt og thad hefur vist verid ovenjulega kalt, eg er samt anaegd ad thad er ekki 42 stiga hiti eins og i Melbourn. Eg er buin ad spila mikinn bordtennis en thad vinna mig samt alltaf allir.
Ja, og jolin voru god og eg fekk margar frabaerar jolagjafir tho eg hafi saknad mommu og allra heima ansi mikid. Eg hlakka til ad koma heim.

miðvikudagur, desember 21, 2005

stralia

Singapur er einkennileg borg sem eg hef ekki hug a ad heimsaekja aftur tvi mig langar thad ekki.
Astralia er god og allir eru voda godir. Vedrid er gott og miklu taeglegra en eg bjost vid en tad a vist ad verda heitara.
Her er allt vodalega afslappad og ekkert jolastress, allavega ekki hja okkur. Eg eyddi ollum deginum i ad lesa bok sem eg keypti a Heathrow flugvelli. Thetta var spennusaga og eg leyfi mer aldrei ad lesa svona spennusogur nema ad eg eigi algjora tomstund. her a eg algjora tomstund og thad er dasamlegt. thad tekur samt sma tima ad komast ut ur thessum "hvad tharf eg ad gera naest" avana.
Eg heimsotti lika ommu i dag og Onnu og Sean og Liam. Thau eiga klikkudustu hunda sem eg hef hitt og vid munum lika eyda jolunum heima hja teim. chilla i sundlauginni og eikkad.
thad er reyndar pinulitid erfitt ad finna jolagjafir handa folki sem eg thekki ekkert serstaklega vel. pabbi er ekki mikil hjalp. hann laetur mig bara hafa pening og felur sig sidan einhversstadar. jaja.
afsakid tennan slitna og asnaleg stil. eg nenni ekki ad paela mikid i textanum tvi thetta lyklabord fer i taugarnar a mer.

mánudagur, desember 12, 2005

Mér líður ennþá illa yfir að hafa skrifað glötun með tveimur ennum.
Lærir einhver eitthvað af þessum ensku glósum?
Mér finnst enskar glósur leiðinlegri en líffræði, and that's sayin' alot.

laugardagur, desember 10, 2005



Það er afskaplega óþægilegt að vera með blogg en hafa ekkert að skrifa um. Mig langar til dæmis mjög oft að skrifa færslu um hve góður dagurinn minn var. En þegar ég byrja kemst ég í raun um hve lítið markvert gerðist þennan dag, hann var bara góður. Það er í raun ekki frásagnarvert að í dag var frí í þessum tíma eða hinum og það var gaman. Eða eitthvað eins og: "Í dag brostu allir við mér og ég fékk mér ís." hljómar alveg hundleiðinlega. Samt sem áður var þetta ekki leiðinlegur dagur. Mér leið vel þennan tiltekna dag því að allir brostu við mér og af því að ég fékk mér ís en það er bara nákvæmlega ekkert spennandi.

Ég get varla skrifað um vandamál míns anda sem eru svo smávægileg að varla er hægt að eyða orðum í þau. Ég gæti reynt að blása þau út með því að stuðla þau og skera þau niður í ákveðinn atkvæðafjölda en það væri samt greinilegt að ég væri aðeins lélegt sjálfsvorkunnarskáld.

Og hvers konar hálfviti er ég að sitja hér og röfla þegar klukkan er orðin margt og mér ber að fara í háttinn svo ég geti átt annan yndislegan, góðan og "ólýsanlegan" dag?

föstudagur, desember 09, 2005

ég þoli ekki

þegar mamma eyðileggur vonda skapið mitt og drepur síðan köngulærnar sem ég var búin að vera að safna undir raka handklæðið inni á baðherbergi.

fimmtudagur, desember 08, 2005

breið er gata glötunnar
breið er gata glötunnar
breið er gata glötunnar

þriðjudagur, desember 06, 2005

ráð til að yfirvinna frestanahneigð


fjórfalt húrra fyrir mandarínum.

fjórfalt arrúh fyrir mandarínum með óþolandi mörgum steinum.

þrefalt húrra fyrir hornómum.

þrefalt arrúh fyrir hormónum.

sleepum þessu tvöfalda.

sjöfalt húrraarrúh fyrir að aðeins sjö próf eru eftir.

laugardagur, desember 03, 2005

"sæll er sá, sem er fjarri sælgæti,
eins og hinir fornu feður,
sem dýrkuðu líkama sinn með hollu mataræði,
lausir frá allri sykurlöngun.
hvorki eru vaktir af hjartsláttartruflunum,sem sykurætur
né hræðast þeir ógurleg leikfimipróf,
þeir forðast sjoppur og auglýsinganna
dramblátu þröskulda.
annað hvort sitja þeir heilbrigðir með sjálfum sér
og horfa á heilbrigðan heiminn
eða geyma pressað heilbrigt hunang í krukkum
eða rýja heilbrigðar kindur.
dásamlegt er að liggja ýmist áhyggjulaus undir sólinni,
eða í umlykjandi mannfjöldanum.
blaaa, blablablaaa, blabla
og í léttleika sínum fljúga sem fugl,
að hlaupa hraðar en niður straumsins,
og dreyma vel."

þegar ofátskonan Bergþóra hafði sagt þetta,
alveg á leiðinni að byrja að borða grænmeti í öll mál,
fór hún niður í eldhús og fékk sér salmíakbalk,
kúlusúkk og appelsín.