laugardagur, desember 10, 2005



Það er afskaplega óþægilegt að vera með blogg en hafa ekkert að skrifa um. Mig langar til dæmis mjög oft að skrifa færslu um hve góður dagurinn minn var. En þegar ég byrja kemst ég í raun um hve lítið markvert gerðist þennan dag, hann var bara góður. Það er í raun ekki frásagnarvert að í dag var frí í þessum tíma eða hinum og það var gaman. Eða eitthvað eins og: "Í dag brostu allir við mér og ég fékk mér ís." hljómar alveg hundleiðinlega. Samt sem áður var þetta ekki leiðinlegur dagur. Mér leið vel þennan tiltekna dag því að allir brostu við mér og af því að ég fékk mér ís en það er bara nákvæmlega ekkert spennandi.

Ég get varla skrifað um vandamál míns anda sem eru svo smávægileg að varla er hægt að eyða orðum í þau. Ég gæti reynt að blása þau út með því að stuðla þau og skera þau niður í ákveðinn atkvæðafjölda en það væri samt greinilegt að ég væri aðeins lélegt sjálfsvorkunnarskáld.

Og hvers konar hálfviti er ég að sitja hér og röfla þegar klukkan er orðin margt og mér ber að fara í háttinn svo ég geti átt annan yndislegan, góðan og "ólýsanlegan" dag?

3 Comments:

Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Þú ert sko skemmtileg!
Og töff. Já það ertu.

5:15 e.h.  
Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Og svo yrðirðu sífullt sjálfsvorkunnarskáld sem gengi alltaf um miðbæinn með flösku upp úr vasanum. Nema á jólunum, þegar þú mundir heimsækja berklasjúka móður þína of syngja sálma með lamaða barninu í næsta stigagangi og skynja anda jólanna.
Betra er nú að vera glaður í sinni.

5:25 e.h.  
Blogger sighvatsson said...

þetta er gjeðveik mynd

10:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home