þriðjudagur, nóvember 29, 2005

draumfarir

Allavega.
Sigur Rósar tónleikarnir voru ólýsanlegir.
Mig dreymdi þá í morgun. Því ég svaf ekkert í nótt.
Mig dreymir oft skýrari en jafnframt óhuggulegri drauma á morgnanna.
Til dæmis dreymdi mig að ákveðinn ónafngreindur kennari í MR væri að kenna niðri í kjallara fyrir utan líffræðistofuna í Álftamýrarskóla, væri óléttur og réði ekki við hægðir sínar.

ræræræ



laugardagur, nóvember 26, 2005

skyr-andfýla

Í þessu -GRÍSKA ER SATAN- ástandi mínu langar mig ekkert meira en að komið sé árið 2007 og mánuðurinn sé júní. Að ég sé á flugvellinum á leið til Svíþjóðar þar sem ég muni búa í vellystingum hjá bróður mínum. Þar mundi ég ekki sækja bóklegan skóla heldur tónlistarskóla eftir að hafa þróðað með mér almennilega tónlistarhæfileika á mettíma.

Það kemur víst að þessu nógu fljótt.
Slappensí af.
Suss.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

hahahaha

Áður en ég dey ætla ég að:
Læra að fara með peninga.
Ferðast um Tíbet á hestbaki.
Búa í útlöndum.
Hugsa stórt.
Fara að sjá tvær bíómyndir í röð.
Eignast eiginmann og börn.
Ekki að skilja við manninn minn. (vonivon)

Ég get:
Prumpað betur en nokkur annar með lófunum.
Brutt klaka í kílóatali.
Gert úlfalda úr mýflugu.
"Speisað út" í tíma og ótíma.
Tautað og bullað.
Þagað mjög, mjög lengi.
Orðið mjög, mjög reið.

Ég get ekki:
Munað nokkurn skapaðan hlut.
Tjáð tilfinningar mínar eins og ég vildi.
Leikið.
Lagað potið mitt.
Horft á flesta raunveruleikaþætti.
Lifað án tónlistar.
Haldið herberginu mína hreinu í einn dag.

Hitt kynið hrífur mig með:
Fegurð að innan.
Fegurð að utan.
Kímnigáfu.
Einlægni.
Brosi.
Metnaði
Hlýju.

Ég dái:
Lalla afa.
Bergþóru ömmu.
Óla bróður.
Scriabin og litina hans.
Píanókennarann minn.
Shostakovich.
Mömmu mína.

Ég segi oft:
Jesus Christ.
Jean Louise.
Ha?
Heeeeyy.
apíkneomæ
Ég ætla að...
Oh ég á eftir að...

Akkúrat núna sé ég:
Tyggjóklessu eftir systur mína.
Kaldaljós og Friends á DvD
Ristarnar mínar.
Púða.
Krítarliti.
Bækling frá leikfangaverslun.
Litlu gulu hænuna.


Fjúff.

rokraskarat

Ég tók strætó heim af kóræfingu í dag og þegar ég kom út úr honum ákvað ég að hlaupa þessa örstuttu vegalengd heim til mín. En þegar ég kom undir Gullinbrúnna kom svo mikil vindhviða á móti mér að ég hentist aftur fyrir mig og beint á bossann. Ég hló svo mikið að ég gat ekki staðið upp. Þegar ég náði loksins að standa aftur upp þurfti ég að synda í gegnum vindinn en komst nánast ekkert áfram. Það var líka alveg ótrúlega fyndið og þegar ég fékk síðan kul í tennurnar af því að ég gat ekki haldið munninum lokuðum hló ég ennþá meira.
Þegar ég kom heim faldi ég mig undir sæng fyrir hugsunum um latínupróf og hlustaði á gleðigjafann.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Duran Duran eiga alveg eins tölvu og moi

Ég er þakklát fyrir lífið.
Ég er þakklát fyrir mömmu og pabba.
Ég er þakklát fyrir tölvuna mína.
Ég er þakklát fyrir vina mína.
Ég er þakklát fyrir að það kemur bráðum jólafrí.
Ég er þakklát fyrir að mamma er ekki ennþá búin að taka eftir tannkremsfreskunni sem ég prófaði að gera á baðherbergisvegginn. Það eru meira að segja komnar sprungur í hana og allt.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Aujourd'hui j'ai écouté au Catalogue d'oiseaux og las í Brennunjálu.
Ég slefa af þreytu, samt er ég búin að sofa í eilífð.
Nú er ég heima hjá Kömmu og langar ótrúlega að fara að sofa en nenni ekki að keyra heim.
Líf mitt í hnotskurn.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Bessa

Ég er hætt að hóta að skipta um skóla og fara í MS.
Þorgerður Katrín kom úr MS.
Oj.
Þá er það bara Vezzló. (m.t.t. latínu, þá)

Allir að kaupa rækjur!
Allir að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs!
Allir að kaupa rækjur!

sunnudagur, nóvember 06, 2005

fornfræðifyrirlestur

Það eina sem þessi svo sem ágæti laugardagur hefur haft í för með sér er enn ein löngunin.
Löngunin í svona ótrúlega fallegar og heilbrigðar mjaðmir.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Hoom, hm; hoom, hm, how did it go? Room tum, room tum, roomty toom tum.