rokraskarat
Ég tók strætó heim af kóræfingu í dag og þegar ég kom út úr honum ákvað ég að hlaupa þessa örstuttu vegalengd heim til mín. En þegar ég kom undir Gullinbrúnna kom svo mikil vindhviða á móti mér að ég hentist aftur fyrir mig og beint á bossann. Ég hló svo mikið að ég gat ekki staðið upp. Þegar ég náði loksins að standa aftur upp þurfti ég að synda í gegnum vindinn en komst nánast ekkert áfram. Það var líka alveg ótrúlega fyndið og þegar ég fékk síðan kul í tennurnar af því að ég gat ekki haldið munninum lokuðum hló ég ennþá meira.
Þegar ég kom heim faldi ég mig undir sæng fyrir hugsunum um latínupróf og hlustaði á gleðigjafann.
Þegar ég kom heim faldi ég mig undir sæng fyrir hugsunum um latínupróf og hlustaði á gleðigjafann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home