miðvikudagur, nóvember 23, 2005

hahahaha

Áður en ég dey ætla ég að:
Læra að fara með peninga.
Ferðast um Tíbet á hestbaki.
Búa í útlöndum.
Hugsa stórt.
Fara að sjá tvær bíómyndir í röð.
Eignast eiginmann og börn.
Ekki að skilja við manninn minn. (vonivon)

Ég get:
Prumpað betur en nokkur annar með lófunum.
Brutt klaka í kílóatali.
Gert úlfalda úr mýflugu.
"Speisað út" í tíma og ótíma.
Tautað og bullað.
Þagað mjög, mjög lengi.
Orðið mjög, mjög reið.

Ég get ekki:
Munað nokkurn skapaðan hlut.
Tjáð tilfinningar mínar eins og ég vildi.
Leikið.
Lagað potið mitt.
Horft á flesta raunveruleikaþætti.
Lifað án tónlistar.
Haldið herberginu mína hreinu í einn dag.

Hitt kynið hrífur mig með:
Fegurð að innan.
Fegurð að utan.
Kímnigáfu.
Einlægni.
Brosi.
Metnaði
Hlýju.

Ég dái:
Lalla afa.
Bergþóru ömmu.
Óla bróður.
Scriabin og litina hans.
Píanókennarann minn.
Shostakovich.
Mömmu mína.

Ég segi oft:
Jesus Christ.
Jean Louise.
Ha?
Heeeeyy.
apíkneomæ
Ég ætla að...
Oh ég á eftir að...

Akkúrat núna sé ég:
Tyggjóklessu eftir systur mína.
Kaldaljós og Friends á DvD
Ristarnar mínar.
Púða.
Krítarliti.
Bækling frá leikfangaverslun.
Litlu gulu hænuna.


Fjúff.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home