föstudagur, september 30, 2005

smá skot inn í

Þessi vika hefur verið frábær. Eins og allar vikur síðan ég byrjaði í skólanum. Í raun væri prógrammið fullkomið ef ekki væri fyrir heimanám. Mér hefur tekist að púsla vikunni fullkomnlega saman, fyrir utan heimanám. Það þýðir einfaldlega það að ég verð að nota helgar undir heimanám sem ég hef hingað til ekki gert.
Það er skrítið að þurfa allt í einu, bara sisvona, að velja og hafna. Áður hef ég alltaf fundið á mér hvað ég á að, þarf, langar og vil gera og ekkert þurft að hugsa meira um það. Nú finnst mér ég eiga, þurfa, langa og vilja gera allt. Það er gaman að gera allt, ó þvílík gleði og ánægja sem fylgir því að gera allt. En það drepur mann líka á endanum, þetta allt.

miðvikudagur, september 21, 2005

...til þess að auðvelda ykkur tilveruna.

Í afmælisgjöf skal ég þiggja:
Hlýja og fallega vetrarkápu.
Hlý og falleg vetrarstígvél.
Allar bækur í heiminum nema bækur um íþróttir, sjálfshjálparbækur og "Queer Eye for a Straight Guy" bækur.
Alla tónlist í heiminum nema lélega tónlist.
Miða á alla sinfóníutónleika vetrarins.
Tímavél.
Eilífðarvél.
Falleg föt. Þau mega vera hlý líka. Eða ekki.
Ég myndi skrifa meira ef systir mín væri ekki alltaf að reka á eftir mér.
Skammið hana bara.

mánudagur, september 19, 2005

textinn við sönginn sem ég söng áðan.

tralala.
af hverju var ég að fara í tölvuna?
ég á eftir að læra allt.
tralala.
klukkan er hálf ellefu.
tralala.
hvað ætti ég nú að gera í tölvunni?
tralala.
skoða blogg kannski.
tralala.
mér finnst gaman þegar fólk kommentar.
tralala.
lífið er alveg svo sem ágætt.
tralala.
tralalala.
tralalalala.

föstudagur, september 16, 2005

trop de gâtaux

Mamma bauð Helga litla Frey að koma yfir og hafa huggulegt kvöld. Auðvitað var ég sett í það að horfa með honum á teiknimynd og auðvitað þurfti teiknimyndin að vera á ensku. Skúbídú varð fyrir valinu eins og svo oft áður en þessi var töluvert óhugnalegri en venjulega. Hvernig útskýrir maður vúdú-dúkkur, sértrúarsöfnuði og bölvun eilífs lífs fyrir sex ára barni?

föstudagur, september 09, 2005

ruglumbull

Í gær sagði ég af mér sem utanríkisráðherra þegar mamma bað mig um að fara með nokkur herðatré niður í bílskúr. Í dag víkkaði mamma landamörkin og gerði mig að inninríkisráðherra. Núna verð ég að fara með herðatré niður í bílskúr. Maður getur ekki sagt af sér tvo daga í röð.

miðvikudagur, september 07, 2005

ódýr póstur

Límorð:

ventus secundus.

Þetta andskotans, djöfulsins eilífðarslím
ætlar aldrei úr mér að fara.

Meum est propositum in taberna mori.

I'm a Barbie girl.

Sundrung.

Melatónín.



Sumu er einfaldlega ómögulegt að ná úr heilanum.

fimmtudagur, september 01, 2005

Þegar ég les virkilega góða íslensku horfi ég á hana og skil ekki hvernig nokkuð getur verið svona fallegt.