föstudagur, september 30, 2005

smá skot inn í

Þessi vika hefur verið frábær. Eins og allar vikur síðan ég byrjaði í skólanum. Í raun væri prógrammið fullkomið ef ekki væri fyrir heimanám. Mér hefur tekist að púsla vikunni fullkomnlega saman, fyrir utan heimanám. Það þýðir einfaldlega það að ég verð að nota helgar undir heimanám sem ég hef hingað til ekki gert.
Það er skrítið að þurfa allt í einu, bara sisvona, að velja og hafna. Áður hef ég alltaf fundið á mér hvað ég á að, þarf, langar og vil gera og ekkert þurft að hugsa meira um það. Nú finnst mér ég eiga, þurfa, langa og vilja gera allt. Það er gaman að gera allt, ó þvílík gleði og ánægja sem fylgir því að gera allt. En það drepur mann líka á endanum, þetta allt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar

6:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home