miðvikudagur, maí 31, 2006
mánudagur, maí 22, 2006
Ég er búin að sofa mikið. Kötturinn sem hefur hrætt úr mér líftóruna á nánast hverju kvöldi í vor er líka hættur að birtast. Hann er hættur að stara inn um gluggann minn og framkalla hljóð sem líkjast frekar andarsliturshljóðum en mjálmi. Ég sé hann samt ennþá á rölti með fram sjónum. Mér líkar ekki vel við þennan kött.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Mahler dagurinn
Margt hefur gerst síðan ég kláraði grískuprófið.
Til dæmis fór ég í líffræðipróf. Það var hræðilega leiðinlegt. Það var samt leiðinlegra að lesa fyrir það. Djísús. Það var svo leiðinlegt að ég þurfti bara að fara í 12 tóna og kaupa allar sínfóníur Mahlers fyrir matarpeninginn minn. Það var nú gaman. Ég vingaðist líka við klassíska 12 tóna gaurinn sem prangaði inn á mig þessum sínfóníum. Honum veittist það frekar auðvelt, enda greinilega mikill Mahler aðdáandi sjálfur.
Í dag tók mér pásu frá frönskulærdómnum á Bókhlöðunni (og 6. sinfóníu Mahlers því ég var búin að hlusta á hana allan daginn) og rölti niður í Háskólabíó. Þegar ég kom þangað vildi það bara svo til að ég var með miða í veskinu og að þeir voru að fara að spila 6. sinfóníu Mahlers. Magnaðar þessar tilviljanir.Og Mahler líka.