mánudagur, maí 22, 2006

Ég er búin að sofa mikið. Kötturinn sem hefur hrætt úr mér líftóruna á nánast hverju kvöldi í vor er líka hættur að birtast. Hann er hættur að stara inn um gluggann minn og framkalla hljóð sem líkjast frekar andarsliturshljóðum en mjálmi. Ég sé hann samt ennþá á rölti með fram sjónum. Mér líkar ekki vel við þennan kött.

1 Comments:

Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Hmmm. Þetta er eflaust afturganga. Þú ættir að hafa samband við eitthvert kirkjulegt yfirvald og fá það til að messa yfir kettinum.
Hvernig er hann annars á litinn?

11:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home