fimmtudagur, maí 11, 2006

Mahler dagurinn


Margt hefur gerst síðan ég kláraði grískuprófið.
Til dæmis fór ég í líffræðipróf. Það var hræðilega leiðinlegt. Það var samt leiðinlegra að lesa fyrir það. Djísús. Það var svo leiðinlegt að ég þurfti bara að fara í 12 tóna og kaupa allar sínfóníur Mahlers fyrir matarpeninginn minn. Það var nú gaman. Ég vingaðist líka við klassíska 12 tóna gaurinn sem prangaði inn á mig þessum sínfóníum. Honum veittist það frekar auðvelt, enda greinilega mikill Mahler aðdáandi sjálfur.
Í dag tók mér pásu frá frönskulærdómnum á Bókhlöðunni (og 6. sinfóníu Mahlers því ég var búin að hlusta á hana allan daginn) og rölti niður í Háskólabíó. Þegar ég kom þangað vildi það bara svo til að ég var með miða í veskinu og að þeir voru að fara að spila 6. sinfóníu Mahlers. Magnaðar þessar tilviljanir.Og Mahler líka.

4 Comments:

Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Váh. Þarna er skýrt dæmi um örlögin að verki.

9:52 e.h.  
Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Og þetta á ekki að vera kaldhæðni.

6:22 e.h.  
Blogger Kristján Hrannar said...

Það eru allir að blogga um Mahler þessa dagana. Kannski ég geri það bara líka.

9:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey Begga! Þú varst í draumnum mínum í nótt... ekki hafa áhyggjur, við gerðum ekkert dónalegt :)

12:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home