fimmtudagur, mars 30, 2006

smá svona dagslýsing

Pétur Gautur var góður. Hann snerti mig. Mikið.
Það hafði ef til vill einhver áhrif að sitja á fremsta bekk.
Hrynjandin bergmálar í höfðinu á mér og ef ég ætla að tala finnst mér ég þurfa að gera það í bundnu máli. Ég hætti samt að reyna að tala bundið eftir að farið mitt heim dró mig eins og hverja aðra ýsu út úr bílnum.
Þetta var góður dagur. Dagur Péturs Gauts, síró lærdóms og að minnsta kosti þriggja syndsamlegra máltíða. Fimmtudagur verður dagur agans. Kannski.

Gangi þér vel á morgun Gutti! (ég sendi samt sms til öryggis ef þú skyldir ekki sjá þetta fyrir keppnina)

föstudagur, mars 17, 2006

klóróform

Ég er einn stór þurrkblettur og tilgangur minn er að klóra mér.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Mótmæli og inngangur að rökum fyrir tilveru minni.

Þessi mótmæli voru nú bara léleg.
Ég fékk ekkert að öskra, varð ekkert spennt og þorði ekki að valda uppþoti.
Ég fékk heldur ekki að kalla "Engin fornmál, engin sál".
Mér finnst að nemendur mættu sína það meira ef þeim er annt um þetta málefni. Flestir eru of kúl og fylgja bara straumnum, standa og gera ekki neitt.

Þetta var nú skemmtilegt. Næst kemur færsla þar sem ég mun færa rök fyrir tilveru minni.