fimmtudagur, mars 30, 2006

smá svona dagslýsing

Pétur Gautur var góður. Hann snerti mig. Mikið.
Það hafði ef til vill einhver áhrif að sitja á fremsta bekk.
Hrynjandin bergmálar í höfðinu á mér og ef ég ætla að tala finnst mér ég þurfa að gera það í bundnu máli. Ég hætti samt að reyna að tala bundið eftir að farið mitt heim dró mig eins og hverja aðra ýsu út úr bílnum.
Þetta var góður dagur. Dagur Péturs Gauts, síró lærdóms og að minnsta kosti þriggja syndsamlegra máltíða. Fimmtudagur verður dagur agans. Kannski.

Gangi þér vel á morgun Gutti! (ég sendi samt sms til öryggis ef þú skyldir ekki sjá þetta fyrir keppnina)

7 Comments:

Blogger Guttormurinn said...

Jú, ég sá það.

Takk

6:43 e.h.  
Blogger sighvatsson said...

gutti, gutti, gutti, gutti, gutti borðar gouda.

11:21 e.h.  
Blogger Kristján Hrannar said...

Hvað er Hó Xanþías?

12:30 f.h.  
Blogger bergþóra said...

Þrællinn í Athenaze. Hann er ekkert smá kúl.

3:58 e.h.  
Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Ekki næstum því jafn svalur og hó geron.

6:18 e.h.  
Blogger Kamma said...

Mátti Pétur Gautur alveg snerta þig? Hvað segir Freyr um það?

5:23 e.h.  
Blogger bergþóra said...

Hó gerón segir bara leiðinlegar sögur. En hó Xanthías situr undir tré því hann er latur.

Nei, en ekkert vera að klaga.

9:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home