sunnudagur, júní 12, 2005

tíðindalítið, tíðindalaust

Núna er ég að skrifa á þráðlaust lyklaborð. Ég er stödd nokkrum metrum frá tölvunni en samt er ég að skrifa á hana. Merkilegt alveg hreint.
Þessi dagur hefur hingað til verið ágætur. Til dæmis enduruppgötvaði ég gildi kennara þegar ég reyndi að læra grísku bara með bókinni einni. Það er svo sem hægt en það er ekkert sérlega auðvelt. Ég fletti í gegnum DV á tveimur mínútum og sprautaði fjalli af rjóma á diskinn hjá frekar...þybbinni lítilli stúlku.
Hafnarborg er alveg ágæt. Ef enginn kaupir Napóleonshattinn fyrir 3 ætla ég að borða hann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home