miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Þreyta og rugl og september ekki byrjaður.
Á haustin skal hlusta á ástarlög og taka sólhatt.
Læra kannski smá latínu líka.
En haustið er komið, ég finn það í sólinni.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Allt sem verður skrifað á þessa síðu í bæði náinni og fjarlægri framtíð gæti verið ég. En það þarf ekki að vera ég.
Það gæti verið eitthvað allt annað ég. Égið sem ég nota til að fela mig fyrir heiminum. Égið sem ég nota til að hvíla mig á mér. Égið sem ég nota til að fara í taugarnar á öðrum. Það geta verið fullt af égum sem eru í raun og veru ekki hið eiginlega ég. Ég veit samt sem áður ekki hvað af mér er hið eiginlega ég svo hvaða ég sem er gæti verið ég.
Niðurstaðan er: Enginn veit hver ég er, ég ekki heldur. Því gæti margt sem hér framvegis birtist (og hefur birst) verið ólíkt mér eða bara ótrulega líkt mér. Því enginn veit.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

dondurma

Nú er ég komin heim, jájájá.
Ég er líka fegin að vera komin heim.
Jájájá.
Ég sit í gamla sófanum mínum uppi í tölvuherbergi umkringd bókum og geisladiskum.
Bráðum byrjar lífið aftur en það er allt í lagi því Ravel er svo góður.
Lífið er svo gott.

Það er bara þetta sem ég vildi segja.
Þessi póstur er líklega hápunktur hugmyndaauðgi minnar.
Þetta er bara það sem ég vildi segja.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

potið

Ég er ekki dáin heldur flýg ég til Marmaris eftir nokkra klukkutíma. Og potið mitt virkar ekki. Ég vaknaði klukkan hálf 7 til þess að laga það. Ég gæti þurft að sleppa ferðinni. Ég þoli ekki svona útlandastress. Næst verð ég bara heima hjá geislaspilaranum mínum.
(marmarismarmarismarmarismarmarismarmarismarmarismarmaris!)