föstudagur, júlí 14, 2006

Jóhanna

Halló
Þetta blogg er tileinkað Jóhönnu kokteilmeistara.
Jóhanna býr til fallegan jarðaberja kokteil með sólhlíf, en þegar kemur að Græna skrímslinu er það gult. Sem er alveg jafn gott, ímynda ég mér.
(Af Bergþóru er það að segja að henni finnst gaman þegar hún hjólar heim úr Orkuveituvinnunni á góðviðrisdegi og tjaldarnir flögra í kringum hjólið. Þá líður henni eins og Mjallhvíti. Nema það voru þrestir. Mér finnst tjaldar skemmtilegri en þrestir. Tjaldar flögra ef til vill ekki.)