fimmtudagur, janúar 04, 2007

http://www.bergra.blogspot.com/

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Þreyta og rugl og september ekki byrjaður.
Á haustin skal hlusta á ástarlög og taka sólhatt.
Læra kannski smá latínu líka.
En haustið er komið, ég finn það í sólinni.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Allt sem verður skrifað á þessa síðu í bæði náinni og fjarlægri framtíð gæti verið ég. En það þarf ekki að vera ég.
Það gæti verið eitthvað allt annað ég. Égið sem ég nota til að fela mig fyrir heiminum. Égið sem ég nota til að hvíla mig á mér. Égið sem ég nota til að fara í taugarnar á öðrum. Það geta verið fullt af égum sem eru í raun og veru ekki hið eiginlega ég. Ég veit samt sem áður ekki hvað af mér er hið eiginlega ég svo hvaða ég sem er gæti verið ég.
Niðurstaðan er: Enginn veit hver ég er, ég ekki heldur. Því gæti margt sem hér framvegis birtist (og hefur birst) verið ólíkt mér eða bara ótrulega líkt mér. Því enginn veit.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

dondurma

Nú er ég komin heim, jájájá.
Ég er líka fegin að vera komin heim.
Jájájá.
Ég sit í gamla sófanum mínum uppi í tölvuherbergi umkringd bókum og geisladiskum.
Bráðum byrjar lífið aftur en það er allt í lagi því Ravel er svo góður.
Lífið er svo gott.

Það er bara þetta sem ég vildi segja.
Þessi póstur er líklega hápunktur hugmyndaauðgi minnar.
Þetta er bara það sem ég vildi segja.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

potið

Ég er ekki dáin heldur flýg ég til Marmaris eftir nokkra klukkutíma. Og potið mitt virkar ekki. Ég vaknaði klukkan hálf 7 til þess að laga það. Ég gæti þurft að sleppa ferðinni. Ég þoli ekki svona útlandastress. Næst verð ég bara heima hjá geislaspilaranum mínum.
(marmarismarmarismarmarismarmarismarmarismarmarismarmaris!)

föstudagur, júlí 14, 2006

Jóhanna

Halló
Þetta blogg er tileinkað Jóhönnu kokteilmeistara.
Jóhanna býr til fallegan jarðaberja kokteil með sólhlíf, en þegar kemur að Græna skrímslinu er það gult. Sem er alveg jafn gott, ímynda ég mér.
(Af Bergþóru er það að segja að henni finnst gaman þegar hún hjólar heim úr Orkuveituvinnunni á góðviðrisdegi og tjaldarnir flögra í kringum hjólið. Þá líður henni eins og Mjallhvíti. Nema það voru þrestir. Mér finnst tjaldar skemmtilegri en þrestir. Tjaldar flögra ef til vill ekki.)


föstudagur, júní 23, 2006

vinnan mín

Ég mætti í vinnunna klukkan 07.59.43 sem er allt of seint því ég á að mæta korter í átta. Við vorum bara þrjú í dag, ég, Ingunn flokkstjórinn minn og Guðmundur sem er venjulega á Nesjavöllum en kom í heimsókn í dag til að hjálpa okkur. Við byrjuðum á hefðbundnu morgunverðarhléi en fórum síðan inn í stöðina og settum stillansinn saman til þess að geta þrifið loftræstirörin. Síðan byrjaði Ingunn að spúla pípurnar niðri við gólfið með slöngu en ég og Gummi fórum upp í stillansinn. Allt í einu heyrðum við hvell og öskur en sáum eld og bakið á Ingunni. Við stukkum af stillansanum og hlupum út á eftir henni. Við stóðum skelkuð úti en létum vita hvað hafði gerst. Ingunn hafði víst sprautað vatni yfir rafmótor. Eins gáfulega og það nú hljómar vissum við ekki að þetta væri rafmótor. Um það bil sex Orkuveitukarlar söfnuðust saman og sögðu okkur að þetta væru í lagi og að svona slys gætu alltaf gerst. Síðan hlógu þeir mikið að okkur og sögðu okkur að fara og fá okkur ís. Aðal málið var víst að Ingunn hefði getað meiðst, ekki að rafmótorinn hefði eyðilagst. Hver setur líka rafmótor á hlið á mitt gólf í dælustöð? Ég bara spyr.
Í hádegishléinu fór ég í sólbað upp á þaki í appelsínugulum pollagalla með hettuna á hausnum. Það var gott og hlýtt því vindurinn var kaldur.