en tois agrois
Skólinn er góður þó ég sakni svolítið Kösu og Kakólands. Ég sakna hinsvegar ekkert dönsku eða tölvufræði. Gríska er frábær fyrir utan örfáar aukaverkanir. Til dæmis er ég farin að lesa "vaff" sem "enn" og "enn" sem "e" í texta skrifuðum með latnesku stafrófi. Ætli þetta sé ekki tímabundið. Ef ekki þarf ég að flytja til Grikklands og það langar mig ekki. Ég held ég gæti ekki höndlað fleiri viðkvæma Miðjarðarhafs sjarmöra, eins og Gutti orðar það. Þar fengi ég heldur ekki að læra latínu. Þeir eru eitthvað pirraðir út í Ítalina greyin. Einhvers konar þjóðernismikilmennska þar á ferð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home