þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Grjót í haga

Á morgun er fyrsti skóladagur samkvæmt stundarskrá. Ég veit hins vegar ekkert hvaða tímum ég er í á morgun af því að ég týndi stundarskránni. Satt best að segja er ég hugleysingi og hálfviti að eðlisfari. Hugleysingi að geta ekki barið ítalska menn frá Róm sjálf og hálfviti að ganga frá Austurvelli upp í Bóksölu Stúdenta og frá Bóksölu stúdenta að Lækjartorgi að algjörlega tilgangslausu. Þar að auki var ég þegar orðin of sein í vinnuna þegar ég lagði af stað í þetta ferðalag. Og var á hælum. Einhver hálfvitaleg fljótfærni býst ég við. Í vinnunni missti ég síðan sjóðandi vatn ofan á fótinn á mér, líka í hálfvitalegri fljótfærni. Hvaða heilviti sem er veit að maður nær ekki að vera búinn að loka klukkan hálf sjö með nýju stelpunni og því er ekki nauðsynlegt að þrífa kaffivélina hættulega hratt. Ég vann ekki í sinfóníuhappdrættinu. Þetta endaði samt allt vel í góðum mat heima hjá Kömmu með Gutta (og Kömmu líka). Eftir matinn horfðum við Kamma á Ég var einu sinni nörd eftir að minnsta kosti árshlé frá því ágæta uppistandi. Brandararnir aftur orðnir næstum jafn fyndnir og þeir voru fyrst. Jájá, á morgun verður betri dagur með blóm í haga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home