Þegar unnið er við afgreiðslustörf talar maður oft við marga tugi manns á dag. Oftast er þetta bara smávegis kurteisishjal en stundum kemur fólk á óvart um leið og það opnar munninn. Flestir gleymast eftir smá stund, jafnvel þeir skemmtilegu, en nokkrir sitja þó eftir í minninu. Til dæmis lítill drengur sem kom í bakaríið í Spönginni. Það tók hann undarlega langan tíma að koma því út úr sér að hann ætlaði að kaupa hálft þriggjakornabrauð. Það var ekki fyrr en eftir á sem það rann fyrir mér að hann horfði allan tímann á sérbakað vínarbrauð með vanillukremi, sem kostar það sama og hálft þriggjakornabrauð.
Annað dæmi er gamall heyrnarlaus maður og lítill drengur sem komu í Kringluna. Gamli maðurinn, sem ég giska á að hafi verið afi drengsins, var mjög ókurteis og pirraður og æstist allur upp þegar ég skildi hann ekki. Þegar hann fór að kvarta undan verðinu varð ég óþarflega hrædd við hann og stífnaði öll upp. Litli drengurinn hins vegar, sem getur ekki hafa verið meira en tíu ára gamall, var alveg sallarólegur. Hann róaði afa sinn niður, talaði hægt og skýrt svo hægt var að lesa af vörum hans hvað hann var að segja og þegar búið var að borga leiddi hann manninn til sætis og kom svo aftur til að ná í bakkelsið. Ég hugsaði lengi eftir á um þessa tvo. Það snerti mig hvað drengurinn var þroskaður á sama tíma og ég var ráðalaus. Meira hugsaði ég þó um augnaráð gamla mannsins sem ég hafði áður tekið sem reiði en eftir á fannst mér það vera meira eins og ráðaleysi gagnvart heimi sem hann skildi ekki og heimi sem skildi ekki hann.
Annað dæmi er gamall heyrnarlaus maður og lítill drengur sem komu í Kringluna. Gamli maðurinn, sem ég giska á að hafi verið afi drengsins, var mjög ókurteis og pirraður og æstist allur upp þegar ég skildi hann ekki. Þegar hann fór að kvarta undan verðinu varð ég óþarflega hrædd við hann og stífnaði öll upp. Litli drengurinn hins vegar, sem getur ekki hafa verið meira en tíu ára gamall, var alveg sallarólegur. Hann róaði afa sinn niður, talaði hægt og skýrt svo hægt var að lesa af vörum hans hvað hann var að segja og þegar búið var að borga leiddi hann manninn til sætis og kom svo aftur til að ná í bakkelsið. Ég hugsaði lengi eftir á um þessa tvo. Það snerti mig hvað drengurinn var þroskaður á sama tíma og ég var ráðalaus. Meira hugsaði ég þó um augnaráð gamla mannsins sem ég hafði áður tekið sem reiði en eftir á fannst mér það vera meira eins og ráðaleysi gagnvart heimi sem hann skildi ekki og heimi sem skildi ekki hann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home