sögur af mat
Í allt sumar hef ég verið að reyna að hemja át mitt í þessu bakaríi. Það gengur satt best að segja ömurlega. Þetta sumar toppar meira að segja síðasta sumar. Þá fór ég til Krítar og neitaði að drekka útlenska mjólk og borða útlenskar mjólkurvörur. Eins og gefur að skilja þurfti ég að fylla upp í ansi stóra gloppu og það var einfaldlega gert með sætindum eins og "freshy doughnuts".
Dagurinn í dag byrjaði svo sem ágætlega. Ég fékk mér heilnæman og hollan mat matarpásunni og lét þar við sitja. Um stund.
Dagurinn endaði síðan í áti á góða súkkulaðinu sem er notað í heita súkkulaðið, vanillurjóma, venjulegum rjóma, söru bernhards þaktri rjóma, súkkulaðiköku, gelinu sem er notað ofan á kökur, konfekti og meiri rjóma.
Maður þjáist, en einhver verður að gera það.
Dagurinn í dag byrjaði svo sem ágætlega. Ég fékk mér heilnæman og hollan mat matarpásunni og lét þar við sitja. Um stund.
Dagurinn endaði síðan í áti á góða súkkulaðinu sem er notað í heita súkkulaðið, vanillurjóma, venjulegum rjóma, söru bernhards þaktri rjóma, súkkulaðiköku, gelinu sem er notað ofan á kökur, konfekti og meiri rjóma.
Maður þjáist, en einhver verður að gera það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home