þriðjudagur, febrúar 07, 2006

fiddleedee

Í morgunsárið dreymdi mig að ég væri í mjög svo einkennilegri messu. Rétt áður en mamma vakti mig byrjaði presturinn, sem var fallegur, góður og blíður ungur maður, að spila á fiðlu. Ég man ekki hvað hann spilaði en ég þekkti það samt sem áður. Þegar ég svo vaknaði var ég með óþrjótandi löngun til að hlusta á fiðlu. Þessi löngun hefur heldur ekkert dvínað þó ég hafi hlustað á öll fiðluverk sem eru inni á poddanum mínum. Mig kitlar í eyrun af fiðlulöngun. Kannski sef ég þetta af mér. Kannski dreymir mig þríhorn í nótt. Það gæti samt verið svolítið óþægilegra.