föstudagur, febrúar 10, 2006

Ég skil ennþá ekki hvernig prinsessan komst inn í hörpuna og ég veit heldur ekki hvað mól eru. Öllu öðru náði ég. Held ég.

4 Comments:

Blogger Guttormurinn said...

6,02×10(23)

8:48 e.h.  
Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Súra lið.

12:19 f.h.  
Blogger Unknown said...

Mól er mælikvarði á fjölda efniseinda. Eins og Guttormur sá sig ekki knúinn til að útskýra, þá inniheldur eitt mól af hvaða efni sem er 6,022*10^23 eindir af því efni.

Dæmi: Ef þú átt eitt mól af súkkulaðistykkjum, þá átt þú nákvæmlega 602200000000000000000000 súkkulaðistykki. Hljómar vel, ekki satt?

Mólkvarðinn verður mjög hentugur þegar þú ert að leysa efnajöfnur. Hlufall mólfjölda hvarfefna er nebbnilega það sama og stuðlarnir í efnahvarfinu (G.r.f.a það sé lokað).

Dæmi: Tökum hefðbundið sundrunarefnahvarf, eins og að skera sundur kjúkling. Efnajafnan væri:

1 Kjúklingur ---> 2 Vængir + 2 Leggir + 2 Frampartar + 1 Bringa + leifar.

Núna er það sniðuga - ef þú veist hversu mörg mól þú varst með af kjúklingi í upphafi hvarfsins getur þú auðveldlega séð af stuðlunum í jöfnunni hversu mörg mól þú ert með af hverri tegund af bitum. Ef þú ert með 3 mól af kjúkling færðu 2*3 mól af kjúklingavængjum = 6 mól af kjúklingavængjum.

Gaman!

10:45 e.h.  
Blogger sighvatsson said...

mólskjól.

11:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home