miðvikudagur, október 19, 2005

tilgangur lífsins

Súkkulaði er kvöl. Ég er komin með munnangur í gegnum kinnina.
Stafsetning er kvöl. Það er engin lýgi.
Latínupróf eru kvöl. En samt ekkert það alversta.
Sjostakóvitjs, Scriabin, Mozart og Mahler eru hinsvegar bestir.
Kannski Stravinsky líka. Og Prokofiev. Ég verð að koma mér úr þessu Rússlandstransi.
Harðsperrur eru kvöl. Já.
Ruslumdrasl er kvöl. Ég kenni um illa innréttuðu herbergi með stórum glugga.
Airwaves er kvöl. Þegar maður er ekki á staðnum
Sigur Rós eru æði. Bæði á stað og ekki.
Myrkrið er kvöl. Það þrengir að. Sérstaklega undir Gullinbrú.
Súkkulaði er gott. Hvað sem munnangri líður.
Þetta tilgangslausa blaður var í boði Njáluferðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home