segstu
Í gærkvöldi var ég send til að skila vídjóspólu sem systir mín hafði steingleymt að skila. Þar sem ég var orðin dauðþreytt eftir að hafa verið að læra undir grískupróf allan daginn, og átti slatta eftir, ákvað ég að kaupa mér PepsiMAX í leiðinni, svona til að halda mér vakandi. Ég kom síðan heim með PepsiMAX, byrjaði að læra og drakk það. PepsiMAXið virkaði, það má eiga það. En það virkaði bara ekki rétt. Eftir að ég var búin að drekka þennan svo sem ágæta drykk kom ég engu öðru í verk en að hreyfa annan fótinn óhugnalega hratt og búa til lag í hverju textinn samanstóð af "hemeteros, humeteros" með sænskum hreim. Eftir sirka korter af þessari heiladauðu iðju ákvað ég að koma mér bara í rúmið, þetta gengi ekki lengur. Það var samt ekkert betra. Ég kófsvitnaði, bylti mér í sífellu, hoppaði upp og fór á klósettið á nokkurra mínútna fresti.
Ég veit að boðskapurinn í þessari sögu er að drekka ekki PepsiMAX, en það lætur sér enginn segjast og síst af öllum ég.
Ég veit að boðskapurinn í þessari sögu er að drekka ekki PepsiMAX, en það lætur sér enginn segjast og síst af öllum ég.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home