klukkan
Ég var búin að gleyma því að ég var klukkuð og mundi það ekki fyrr en ég las bloggið hennar Ragnhildar.
1. Ég verð alltaf klökk þegar ég sé reyniber og reynitré. Sérstaklega þegar sólin skín í gegnum laufin. Þetta tré minnir mig svo mikið á barnæskuna á Kirkjuteignum og botnlangann í Safamýrinni sem ég gekk svo oft niður á leið í skólann.
2. Ég bít mig í handabakið þegar ég þarf virkilega að reyna á mig til að muna eitthvað. Það virkar sjaldnast og sem betur fer fara bitförin oftast eftir nokkra klukkutíma.
3. Þegar ég gleymi mér við að einbeita mér að píanóæfingum bít ég skinnið innan af neðri vörinni svo ég er oftast með sár einhversstaðar á henni innanverðri.
4. Ég þoli ekki gegnblautt morgukorn og borða það því eins hratt og ég get.
5. Ég lýg stundum til þess að stytta mál mitt. Ekki oft samt og lýgin skipti engu máli. Hún kemur bara í veg fyrir að ég þurfi að eyða tímanum í tilgangslausa útskýringu. Óþolandi ávani samt sem áður og hann getur komið aftan að manni.
1. Ég verð alltaf klökk þegar ég sé reyniber og reynitré. Sérstaklega þegar sólin skín í gegnum laufin. Þetta tré minnir mig svo mikið á barnæskuna á Kirkjuteignum og botnlangann í Safamýrinni sem ég gekk svo oft niður á leið í skólann.
2. Ég bít mig í handabakið þegar ég þarf virkilega að reyna á mig til að muna eitthvað. Það virkar sjaldnast og sem betur fer fara bitförin oftast eftir nokkra klukkutíma.
3. Þegar ég gleymi mér við að einbeita mér að píanóæfingum bít ég skinnið innan af neðri vörinni svo ég er oftast með sár einhversstaðar á henni innanverðri.
4. Ég þoli ekki gegnblautt morgukorn og borða það því eins hratt og ég get.
5. Ég lýg stundum til þess að stytta mál mitt. Ekki oft samt og lýgin skipti engu máli. Hún kemur bara í veg fyrir að ég þurfi að eyða tímanum í tilgangslausa útskýringu. Óþolandi ávani samt sem áður og hann getur komið aftan að manni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home