Sunnudagar eru einkennilegir. Ég er viss um að messur eru hafðar á sunnudögum bara til að koma fólk af stað á morgnanna. Biblían eða Guð eða hvað sem það kallast kemur þessu ekkert við. Í morgun vaknaði ég klukkan tíu og ætlaði að taka til í herberginu mínu. Klukkan eitt stóð ég ennþá á miðju gólfinu að líta í kringum mig. Klukkan þrjú ætlaði ég að læra undir Sonatorrekspróf. Klukkan fimm var ég búin að lesa 13 kafla í Pride and Prejudice og skrifa niður vísu fjögur í Sonatorreki. Síðan sofnaði ég. Síðan fékk ég mér að borða. Ég gæti alveg eins sleppt þessum degi.
Mynd af Ítalíu-Eddu eftir Hödda því þau er bæði svo frábær.
Mynd af Ítalíu-Eddu eftir Hödda því þau er bæði svo frábær.
1 Comments:
Sunnudagar eru hvíldardagar. Það hefur eflaust haft sín áhrif.
Skrifa ummæli
<< Home