þriðjudagur, maí 03, 2005

The Da Vinci Code II

Einu sinni var bókhlaða sem allir heimsóttu reglulega. Hún var rauð og falleg og fólk kom hvaðanæva að til að dást að henni. Þeir sem þar inni höfðu verið voru flestir ánægðir og hamingjusamir. Þeir voru hamingjusamir því þeir höfðu sé bækurnar og bækur eru hamingja.
En árin liðu og brátt kom að því að loka þurfti bókhlöðunni. Múgurinn varð auðvitað ævur og spurði:"Hvað á þetta að þýða góða og fallega ríkisstjórn, er þetta ekki bókasafnið okkar, borgum við ekki fyrir það?" Góða og fallega ríkisstjórnin svaraði auðvitað ekki, af hverju ætti hún að gera það? Það er ekki inni í verkahring hins mikilfenglega að gera því um líkt. Hið mikilfenglega á að hugsa.
Borgarbúar sem uppi voru þegar bókhlöðunni var lokað komust aldrei að hinu sanna. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar erlendur rannsóknarmaður kom hingað til lands í þeim tilgangi að rannsaka pýranafiska að málin fóru að skýrast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home